Fasteignasalan Valhöll var opnuð þann 12. febrúar 1995. Í upphafi voru starfsmenn þrír. Eigendur Valhallar eru Bárður H.Tryggvason sölustjóri og Ingólfur Geir Gissurarson löggiltur fasteignasali.

Fyrstu þrjú árin hafði Valhöll aðsetur í Mörkinni 3, en hefur nú bækistöðvar sínar í eigin húsnæði að Síðumúla 27. Er það húsnæði um 300 fm að stærð, glæsilega innréttað og sérstaklega innréttað fyrir rekstur fasteignasölu. Á Valhöll eru allar tegundir húsnæðis á söluskrá, notað og nýtt íbúðarhúsnæði ásamt atvinnuhúsnæði, lóðum, sumarhúsum og fl.

Valhöll starfrækir útibú á Snæfellsnesi (Ólafsvík) að Ólafsbraut 34 og veitir Erlendur Davíðsson,  Löggiltur fasteignasali því forstöðu.  Honum til aðstöðar er Pétur Steinar Jóhannsson gsm: 893-4718 sem búið hefur á Ólafsvík síðan 1967 og hefur mjög góða og yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af fasteignamarkaði á Snæfellsnesi, og er því öllum hnútum kunnugur á þeim slóðum.  Pétur er einnig umboðsmaður VÍS í Snæfellsbæ.

Valhöll hefur ávallt haft mikið úrval nýbygginga og verið í fremstu röð í umsýslu á nýbyggingum. Búa sölumenn yfir mikilli þekkingu og langri reynslu á því sviði sem kemur sér vel í þeim vetvangi. 

Þá er Valhöll með mjög öfluga söludeild í sölu sumarhúsa og lóða.  Eru tveir Löggiltir fasteignasalar sérstaklega sérhæfðir í þeim geira,  þeir  Jón Rafn Valdimarsson S:695-5520  og Sigþór Bragason S:899-9787,  en þeir eru til taks jafnvel um kvöld og helgar,  eru reglulega á ferð um helstu sumarhúsasvæði til að skoða og meta eignir fyrir viðskiptavini. 

Meginmarkmið fasteignasölunnar er að veita faglega og persónulega þjónustu með heildarlausn í huga. Valhöll er meðal stærstu fasteignasala landsins með 11 starfsmenn, sem eru með rúmlega 150 ára samanlagða starfsreynslu við fasteignasölu.