***NÝTT Í SÖLU EINBÝLISHÚS AÐ VÍKURBRAUT 32*** - Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, s: 588-4477 og Anna F. Gunnarsdóttir, löggiltur fasteignasali og ùtlitshönnuður, s: 892-8778 eða anna@valholl.is
171,3 m², einbýlishús, 4 herbergi
Um er að ræða 4-5 herbergja 121,6 fm einbýlishús ásamt 26,5 fm bílskúrs og 23,2 fm geymslu samtals 171,3 fm við Víkurbraut 32 í Grindavík.
Nánari lýsing : Efri hæð : Anddyri er með flísum á gólfi. Hol með plastparketi á gólfi. Gestasnyrting er innaf holi. Stofa með plastparketi á gólfi. Eldhús með plastparketi á gólfi og þokkalegri innréttingu. Herbergi með plastparketi á gólfi.
Kjallari : Utangengt er úr kjallara en gengið á milli hæða um brattan og þröngan stiga úr eldhúsi. Lítið hol með flísum á gólfi. Þvottahús með flísum á gólfi. Geymsla/herbergi með plastparketi á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi, baðkeri og innréttingu. Tvö herbergi með plastparketi á gólfi. Bílskúr og geymsla eru í mjög lélegu ástandi.
Ástand húss lélegt, og þarfnast algerar endurnýjunar, bílskúr og geymsla sérstaklega lélegt. Öll gólfefni eru ónýt. Bæði baðherbergi eru mjög léleg. Gluggar og gler mjög lélegt/ónýtt. Lagnakerfi léleg. Rennur eru lélegar. Þak er mjög lélegt. Víða í útveggjum kjallara er raki. Yfirfara þarf ofna- og neysluvatnslagnir, yfirfara þarf rafmagnstöflu og rafmagn.
ÍLS mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.