Valhöll fasteignasala kinnir: Veitingarstaðinn Kaffi Sif á Hellissandi. Vel staðsettur veitingastaður örstutt frá Hótel Hellissandi með góðu útsýni til Snæfellsjökuls. Eldhús og veitingasalur er velbúið tækjum og borðbúnaði sem þarf til rekstursins. Gott viðskiptatækifæri fyrir hjón/einstaklinga til að skapa sinn eigin rekstur, í vaxandi bæjarfélagi. Í húsinu hefur verið veitingarekstur til skamms tíma.
Húsið hefur verið mikið endurnýjað, klætt að utan og skipt um þak. Þá var allt rafmagn endurnýjað og 75fm verönd var byggð við húsið. Húsið er 105,3 m2 að stærð samkv Þjóðskrá. Þetta er flott eign á góðum stað. Verð kr 17millj.
Upplýsingar Ingólfur Gissurarsson löggilltur fasteignasali á Valhöll. Einnig Pétur Steinar gsm 893 4718 og póstur psj@simnet.is