NÝTT Í SÖLU - Valhöll fasteignasala Síðumúla 27, Sími: 588-4477 og Snorri Snorrason. Lg.fs. Sími: 895-2115 eða snorri@valholl.is, kynna til sölu við Ránarslóð 8 á Höfn í Hornafirði
mikið endurnýjað og endurskipulagt 118,6 m² einbýlishús ásamt 27,6 m², samtals 146,2m². Frá húsinu er mikið útsýni og lóðin er vel ræktuð með hellulögðum stígum og verönd með skjólveggum út frá stofu.
Lýsing:
Neðri hæð: FORSTOFA, harðparket á gólfi, skápur. GANGUR, STOFA & ELDHÚS, harðparket á gólfum, útgangur út á ca 45 m² verönd með skjólveggjum. Í eldhúsi er stór falleg innrétting með nýjum bakaraofni, keramikhelluborði, Gronje háf, samkomulag er um hvort nýr ísskápur og uppþvottavél fylgi. HERBERGI, harðparket á gólfi. ÞVOTTAHÚS, flísar á gólfi, innrétting og salerni, innangengt í bílskúr úr þvottahúsi.
Efri hæð. STIGI, steyptur, kókosteppi á þrepum. HOL, kókosteppi á gólfi. 3 SVEFNHERBERGI, plastparket á gólfum, skápar í 2 herbergjum. BAÐHERBERGI, flísar á gólfi og veggjum, innrétting, vegghengt wc, nuddbaðkar og sturtuklefi.
BÍLSKÚR: Rafdrifin bílskúrshurð, 1 gönguhurð, vatn, hiti og rafmagn. Lokafrágang vantar í klæðningu á bílskúr og að innan svo og að ljúka við utanhúsklæðningar og einangrun á útveggjum á bílskúr.
Ryksugukerfi er í húsinu og tengi á efri og neðri hæð.
Að sögn eiganda var húsið mikið endurnýjað 2009, einangraðir og klæddir útveggir, gólf flotuð og settur gólfhiti bæði á efri og neðri hæð. Skipt var um allar lagnir bæði vatn, frárennsli, dren og rafmagn. Eldhús og baðherbergi endurnýjað bæði tæki og innréttignar.
Að utan er að sögn eiganda búið að skipta um þakjárn, alla glugga, útihurðar, bílskúrshurð og búið að einangra og klæða 1 hlið hússins með alosink.
Á lóð er garðhús um 10 m², húsið er timburhús klætt með alusink klæðningu.
VALHÖLL FASTEIGNASALA SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR. VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SAMKVÆMT GREININGU CREDITINFO 2015, 2016 OG 2017, EN AÐEINS 2,2% FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.