TILSÖLU 2JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ VIÐ TEIGASEL NR. 11 Í REYKJAVÍK.
Valhöll fasteignasala og Snorri Snorrason löggiltur fasteignasali S:895-2115 snorri@valholl.is kynna: 2ja herbergja, íbúð á 2 hæð sem skiptist í 58,8fm íbúð og 8,2 fm geymslu á 1. hæð, birt stærð 67 fm,
Góð fyrsta eign. Stutt er í alla þjónustu, verslanir, skóla og leikskóla.
Lýsing:
Forstofa og hol, nýjar flísar á gólfi og og nýr fataskápur. Stofa parket á gólfi og útgengi út á suðvestursvalir. Eldhús, nýjar flísar á gólfi, ljós innrétting, helluborð og ofn. Herbergi, parket á gólfi og fataskápur. Baðherbergi, flísar á gólfi og hluta af veggjum, hvít hreinlætistæki, baðkar með sturtu og nýlegt vegghengt wc.
Sameign: Stigahús, teppi og dúkar á þrepum og göngum. Sér geymsla á 1. hæð fylgir íbúðinni ásamt afnotum af góðri hjólageymslu, þvottahúsi og þurrkherbergi í sameign á 1. hæð.
Íbúðin telst vera 22,21% af húsinu Teigasel 11, í lóð, 1,05% og í hitakostnaði 5,76%, sjá nánar eignaskiptasamning.
* Búið er að samþykkja að mála allt húsið að utan. Ásett verð tekur mið af því að seljandi greiði áætlaðan kostnað.
Að sögn eiganda var skipt um glugga á norður hlið hússins fyrir 3 árum, anddyri endurbætt, hitalögn er í gangstétt við útidyr, settir nýjir dyrasímar ofl.
Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Snorri Snorrason löggiltur Fasteignasali S:895-2115 snorri@valholl.is
VALHÖLL FASTEIGNASALA SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR. VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SAMKVÆMT GREININGU CREDITINFO 2015 til 2018, EN AÐEINS 2 % FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.