Stafafellsfjöll 28, Höfn í Hornafirði
11.800.000 Kr.
Sumarhús
0 herb.
53,3 m2
11.800.000
Stofur
1
Herbergi
0
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
1979
Brunabótamat
5.000.000
Fasteignamat
4.530.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


 SUMARHÚS Í STAFAFELLSFJÖLLUM Í LÓNI HORNAFIRÐI. Valhöll fasteignasala Síðumúla 27, Sími: 588-4477 og Snorri Snorrason.  Lg.fs.  Sími: 895-2115 eða snorri@valholl.is, kynna til sölu  Stafafellsfjöll 28 í Lóni í Hornafirði  en á lóðinni standa nú 4 hús þar af eitt gamalt hús sem er skráð í Þjóðskrá Íslands 11,8 fm en byggt hefur verið við það og er húsið alls um 22fm.
Hin húsin eru óskráð í þjóðskrá og þau eru: * Rituhús 15 fm bjálkahús byggt 2014  *Baðhús 7,8 fm bjálkahús byggt 2009  * Smiðja  4,5 fm bjálkahús byggt 2016.
Nýr lóðarleigusamningur með forleigurétti var gerður 2018 til 20 ára.
Stafafellsfjöll í Lóni er paradís í 20 min aksturfjarlægð frá Höfn, þar er stórbrotið landslag, mikil litadýrð í fjöllum og mikið af frábærum gönguleiðum, t.d inn í Kollumúla yfir göngubrú á Jökulsá.
Nánar um húsin:
Gamla húsið skráð um 11 fermetrar en er um 22-24 fermetrar eða svo, byggt líklega 1974. Þak er farið að gefa sig en lekur ekki. Þrír rafmagnsveggofnar.

Baðhúsið 7,8 fermetrar bjálkahús ( Húsasmiðjan) 10 ára gamalt.
Einangrað gólf, járn á þaki. 
Rafmagn, vatn, sturtuklefi, wc, vaskur, handlaug, 200l hitatúpa ofn og ísskápur. Einn rafmagnsveggofn.
Bakatil á baðhúsinu er útieldhús. Gaskútur og gaseldunartæki. Landmann "Smóker" um 120 þúsund.
Góður pallur er framan við húsið og geymsla bæði undir húsinu og pallinum. Öll horn hússins sérstyrkt bæði innan sem utan. Húsið stendur á mjög góðum undirstöðum.
 Rituhús 15 fermetrar bjálkahús (Húsasmiðjan) byggt fyrir fimm árum.
Stendur á mjög góðum undirstöðum. Húsið er sérstyrkt bæði innan sem utan og þá sérstaklega veröndin.
Fulleinangrað gólf og loft einnig einangrað yfir veröndinni. Járn á þaki, 22mm krossviður aukalega undir járninu.
Að innan sem nýtt. Einn rafmagnsveggofn.
Smiðja 4,5 fermetrar bjálkahús  ( Völundarhús) byggt fyrir þremur árum.
Stendur á malarfylltum grunni óeinangrað. Tvöfaldar teinafestingar við grunn. Járn á þaki með 18 mmm krossvið undir járninu. Húsið er jöruborið að utan.

 Lóðin er afgirt  6.206 fm, leigulóð lóðarleiga er 79.911 kr. á ári vísitölubundin miðað við apríl 2018. Byggingarreitur loðarinnar er neðan brekkunnar en lóðin nær upp á brekkuna 
Dæmi eru um að sumarhúsaeigendur hafi sett tröppur og útsýnispall uppi í brekkunni og er þaðan afar fallegt útsýni.
 Nánar um skipulag í Stafafellsfjöllum.

Á skipulagssvæðinu eru skilgreindar alls 78 lóðir undir frístundarhús. Á hverri lóð er heimlit að byggja allt að 3 hús, sem fer þó eftir stærð lóða.  Frístundarhús/aðalhús má vera allt að 120fm og ekki minni en 30fm.  Aukahús/gestahús getur verið allt að 30fm. þó ekki stærra en helmingur af stærð aðalhúss. 
Geymsla getur verið allt að 25fm. Á lóðum sem eru 6000fm og stærri er leyfilegt byggingarmagn allt að 180fm en á minni lóðum takmarkast það við nýtingarhlutfallið 0,03
 Vatnsöflun á svæðinu er á ábyrgð hvers lóðareiganda.  Allt sorp verður að setja í gám sem er staðsettur við Jökulsárbrú.

Sjá nánari upplýsingar um deiliskipula fyrir Stafafellsfjöll frá 10.12. 2014 nr 12296 á undir neðangreindum slóðum:
http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=04635507136694766017
http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=04635507137078681216


VALHÖLL FASTEIGNASALA  SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR.  VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SAMKVÆMT GREININGU CREDITINFO 2015, 2016 OG 2017, EN AÐEINS 2,2% FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM.  
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Senda fyrirspurn vegna

Stafafellsfjöll 28

CAPTCHA code


Snorri Snorrason
Löggildur Fasteignasali