Opið hús: 04. febrúar 2023 kl. 16:00 til 16:30.
Valhöll Fasteignasala og Anna F. Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali og innanhúshönnuður kynna fimm herbergja einbýlishús við Vesturtún 37 á einni hæð á rólegum stað á Álftanesi. Vel skipulagt og fallegt hús. Glæsilegt 40,5 fm garðhýsi með upphituðum flísum og sauna í garði. Fjölskylduvæn staðsetning, örstutt í Álftanesskóla, íþróttasvæði og sundlaug. Börn geta gengið í skólann og farið í íþróttir á göngustíg án þess að fara yfir umferðargötu.
Eignin skiptist í 4 herbergi, forstofu með náttúruflísum, eldhús, stofu, borðstofu, gang, baðherbergi, þvottahús/geymslu og stórt garðhýsi með hita í gólfi. Húsið er skráð samtals 136,5 fm skv. skráningu Þjóðskráar Íslands. Lóðin er 871 fm eignarlóð.
Nánari lýsing:Forstofa með náttúruflísum á gólfi. Sérsmíðuð skógrind með bekk úr leðri. Stór fataskápur.
Eldhús er með viðar innréttingu, flísar á milli, tengi fyrir uppþvottavél, náttúruflísar á gólfi.
Stofa/borðstofa er björt, rúmgóð og snýr móti suðri og vestri, parket á gólfum.
Gangur tengir saman rými hússins,náttúruflísar á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðu skápaplássi, parket á gólfi.
3 herbergi, eitt þeirra með fataskáp, parket á gólfi, hin 2 með innbyggðum skúffum.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, innrétting með skúffum og neðri skápum, frí standandi baðkar, handklæðaofn, opnanlegur gluggi.
Þvottahús/geymsla með innréttingu, gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, hitagrind og rafmagnstafla eru í þvottahúsinu, opnanlegur gluggi, flísar á gólfi, útgengt út í garð.
Garðhús með hita í gólfi og flísum.
Verðlaunagarður með mörgum trjátegundum, runnum og blómum, afmarkaður matjurtagarður góður pallur. Skjólgóð timbur verönd í suður og austur.
Hellulagt hjá gróðurkössum í norður.
Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Anna F. Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali og útlitshönnuður S: 892-8778
[email protected] Vönduð vinnubrögð, mikil eftirfylgni. Frítt verðmat.
VALHÖLL FASTEIGNASALA SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR. VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SAMKVÆMT GREININGU CREDITINFO 2015 til 2021, EN AÐEINS 2 % FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.