Kuggavogur 3, 104 Reykjavík (Vogar)
86.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
109 m2
86.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2022
Brunabótamat
66.240.000
Fasteignamat
77.950.000

"Fyrirhugað opið hús miðvikudaginn 15. mars fellur niður. Til að skoða hafið samband við Snorri Björn Sturluson fasteignasala í síma 699-4407 og í tölvupósti á netfanginu [email protected]"

"Skipti á ódýrari eða dýrari íbúð koma til greina"

Valhöll fasteignasala kynnir til sölu nánast nýja og glæsilega 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í nýju lyftuhúsi í Kuggavogi 3 í Vogabyggð í 104 Reykjavík.

Um er að ræða íbúð nr. 306 sem er glæsileg og rúmgóð þriggja herbergja herbergja íbúð með sjávarútsýni. Íbúðinni fylgir bílastæði í bílakjallara. Íbúðin er skráð 109,2 fm á stærð og þar af er geymslan 9,7 fm.

Nánari lýsing:

Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús með eyju í alrými með stofu/borðstofu, 2 svefnherbergi, sjónvarpshol, baðherbergi og þvottaherbergi. Útgengi á 4,7 fm svalir frá stofu með sjávarútsýni. Parket er öllum rýmum nema baðherbergi og þvottahúsi en þar eru flísar.

Húsið er steinsteypt og útveggir einangraðir að utan, klæddir með báru-álklæðningum eða sléttum-álklæðningum sem tryggir lágmarks viðhald húsanna. Gluggar eru ál/tré kerfi og glerjaðir með K-gleri. Innveggir aðrir en steyptir eru úr hleðslusteini.

Upplýsingar veitir:
Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögfræðingur í síma 699-4407 og í tölvupósti á netfanginu [email protected]

Allar nánari upplýsingar á heimasíðu verkefnisins: www.tgverk.is/vogabyggd/

Vogabyggð er skjólsæl perla á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við hafið og náttúruna. Frábær kostur fyrir þá sem kjósa að búa í umhverfi sem býður bæði upp á borgarbrag og í senn sterka tengingu við náttúruna. Hjóla- og göngustígar liggja meðfram ströndinni sem og upp í Elliðaárdal. Þá er Laugardalurinn innan seilingar.

Innréttingar: Í eldhúsum og baðherbergjum eru frá þýska framleiðandanum Nobilia og fataskápar frá GKS smíðaverkstæði. Eldhúsinnréttingar eru mismunandi útfærðar eftir íbúðum. Lýsing undir efri skápum í eldhúsum. Speglaskápar eru á böðum. 

Eldhústæki: Íbúðunum fylgja vönduð eldhústæki af gerðinni Electrolux. Íbúðum er skilað með span helluborði, innbyggðum kæliskáp, innbyggðri uppþvottavél, blástursofni og viftu eða lofthengdum eyjuháfi þar sem það á við.

Hreinlætistæki: Salernisskál er vegghengd með innbyggðum vatnskassa. Sturtur eru með flísalögðum botni og hertu sturtugleri. Hreinlætistæki eru frá Grohe, hitastýrð eða einnar handar. 

Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögfræðingur í síma 699-4407 og í tölvupósti á netfanginu [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.