Tangabryggja 15, 110 Reykjavík (Árbær)
97.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
4 herb.
135 m2
97.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2019
Brunabótamat
77.520.000
Fasteignamat
76.700.000

Valhöll fasteignasala kynnir stórglæsilega 4ra herbergja endaíbúð á 6. hæð (efstu hæð) með sjávarútsýni í Tangabryggju 15 í Bryggjuhverfinu við Gullinbrú.  Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi tvö baðherbergi, rúmgóð stofa og mikil lofthæð og íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu.

Eignin er í heildina skráð 135,7 fm á stærð sem skiptist í 127,5 fm íbúð og 8,2 fm geymslu.

Íbúðin er að hluta til á tveimur hæðum og skiptist í forstofu, tvö baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, sjónvarpsrými, þrjú svefnherbergi og vinnurými. Sérgeymsla er í kjallara og stæði í bílageymslu.

Húsið var byggt af ÞG Verk árið 2019 og er því um nýlega eign að ræða. Íbúðin lítur mjög vel út með mikilli lofthæð í stofu og stórum og björtum gluggum. Húsið er klætt að utan með vönduðum ál- og tréklæðingum sem tryggir lágmarks viðhald hússins. Innréttingar frá GKS innréttingum, framleiddar af Nobilia í Þýskalandi samkvæmt ítrustu gæðakröfum. Harðparket og flísar á gólfum.

Þetta er glæsileg íbúð sem vert er að skoða.

Nánari upplýsingar veitir:

Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða á netfanginu [email protected]

Nánari lýsing:

Aðalhæð:
Forstofa: með fataskáp og parketi á gólfi.
Stofa: í rúmgóðu alrými með mikilli lofthæð, parketi á gólfi og útgengi á svalir með fallegu sjávarútsýni.
Eldhús: með fallegri hvítri innréttingu með innbyggðri uppþvottavél og ísskáp, eyju með eldavél og parketi á gólfi.
Borðstofa: við hlið eldhús með mikilli lofthæð og fallegum stórum glugga með fallegu sjávarútsýni.
Sjónvarpsrými: með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi: rúmgott með fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi: með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi: með hvítri innréttingu og efri skápum með speglum, sturtu, handklæðaofn og vlísum á gólfi.

Milliloft:
Pallur / vinnurými: með parketi á gólfi.
Svefnherbergi: rúmgott með mikilli lofthæð, gólfsíðum glugga, fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi: með innréttingu, sturtu, aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara og flísum á gólfi.

Bílastæði: sérbílastæði í bílageymslu merkt B54.
Geymsla: 8,2 fm sérgeymsla í kjallara.
Hjóla - og vagnageymsla: sameiginleg í kjallara.

Hússjóður: 25.289 kr.

Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða á netfanginu [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.