Bæjartún 7, 355 Snæfellsbær
42.900.000 Kr.
Fjölbýli
7 herb.
184 m2
42.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1961
Brunabótamat
72.750.000
Fasteignamat
31.050.000

Valhöll fasteignasala Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 5884477 kynnir: Tveggja hæða íbúðarhús á besta stað í Ólafsvík 155,1 fm auk bílskúrs sem er 28,9 fm alls 184 fm. Í kjallara er séríbúð sem er 64 fm. Íbúðin á neðri hæðinni er 90,2 fm en sú efri 64,9 fm. Gengið er upp tröppur í íbúðina og komið inn á forstofu þar sem er bæði wc og geymsla. Úr forstofu er gengið inn á hol og þaðan í eldhús með ágætri innréttingu og tækjum. Úr holi er einnig gengið inn í rúmgóða stofu og sjónvarpsherbergi er til vinstri.
Úr holi er gengið upp stiga á efri hæðina. Þar eru fjögur herbergi og einnig baðherbergi með flísum á gólfi og þá er rúmgott hol. Hol og herbergi eru með parketi á gólfi og góðum skápum. Úr einu herberginu er gengið út á svalir og þar blasir við fótboltavöllur Víkinga í Ólafsvík. Einnig er gengið út á svalir úr stofu á neðri hæðinni. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús með neðri hæðinni og þar eru einnig geymslur. Húsið er klætt með steny á suður og hluta vesturhliðar og bílaplan er ómalbikað. Samkvæmt seljanda er stofan nýlega parketlögð og hluti rafmagns endurnýjað. Þá eru ofnalagnir nýlegar í stofu og einnig ofnar.  Tími fer að koma á nokkra glugga í húsinu.
Húsið er vel staðsett í Ólafsvík rétt við grunnskólan, íþróttahúsið, fótboltavöllinn, bókasafnið, kirkjuna og verslunina.  Ásett verð kr 42,9 millj.

Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast  Pétur Steinar Jóhannsson  Aðstoðarmaður fasteignasala í Ólafsvík í síma 893-4718  [email protected]    Allar almennar upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarsson löggiltur fasteignasali á Valhöll sími 588-4477. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

N
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.