Glæsilegt einbýlishús á vatnsenda , 203 Kópavogur
Tilboð
Einbýli
7 herb.
331 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
33.550.000

Valhöll kynnir: Einstaklega glæsilegt 330 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á frábærum stað við Vatnsenda. Einstakt útsýni yfir Elliðavatn þar sem náttúran skartar sínu fegursta. Húsið er hannað á afar glæsilegan máta með nútíma gæði og þarfir í huga. Húsinu er skilað tilbúið til innréttinga og verður afhent vorið 2024.

Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen, löggiltur fasteignasali / lögmaður í síma 691-1931 eða [email protected]öll.is


Nánari lýsing:
Húsið skiptist í fjögur herbergi ásamt veglegu hjónaherbergi með rúmgóðu sérbaðherbergi og fataherbergi. Alrými er einstaklega bjart með miklum gluggum og útsýni. Útgengi er á stóra verönd. Gestasalerni er á efri hæð og baðherbergi og þvottahús á neðri hæð. Á neðri hæð er gert ráð fyrir líkamsrækt en þar mætti einnig innrétta séríbúð. Umhverfis húsið er gert ráð fyrir pallaskiptu útisvæði. Staðsteyptir skjólveggir. Bílskúr er rúmgóður og innbyggður og einnig er yfirbyggt bílskýli fyrir tvo bíla.

Húsið er steinsteypt. Útveggir verða klæddir með stallaðri álklæðningu. Timburklæðningar verða við inngang. Gert er ráð fyrir gólfhita og [email protected] rafkerfi. Mikið hefur verið lagt í ljósahönnun í húsinu. Eignin skilast á byggingarstigi 3 samkvæmt ÍST 51 2021. Tilbúið til innréttinga. Hægt er að fá húsið afhent lengra komið samkvæmt samkomulagi. Nánar vísast til skilalýsingar.

Um er að ræða mjög veglegt hönnunarhús á einstökum stað við eina fallegustu náttúruperlu höfuðborgarsvæðisins.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.