Urðarbrunnur 110, 113 Reykjavík (Grafarholt)
134.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á tveimur hæðum
7 herb.
205 m2
134.900.000
Stofur
3
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2022
Brunabótamat
0
Fasteignamat
73.100.000

Gæsilegt útsýni -  Skipti skoðuð á ódýrari eign.  ATH. OPIÐ HÚS LAUGARDAGINN  27.MAÍ FRÁ KL. 16.30 TIL 17.00

Valhöll fasteignasala kynnir til sölu vel skipulagt og glæsilegt 5 herbergja parhús á frábærum útsýnisstað í Urðarbrunni í Úlfarsárdal í Reykjavík. Húsið selst fullbúið að utan með fullbúinni lóð og tilbúið til innréttinga að innan. 

Húsið er í heildina skráð 205,8 fm á stærð og er á tveimur hæðum með innbyggðum 22,4 fm bílskúr. Húsið er staðsteypt með sléttri álklæðningu að utan og því viðhaldslétt. Fyrir aftan húsið er óbyggt svæði og er mjög fallegt útsýni frá húsinu til suðurs í átt að Hólmsheiði og Bláfjöllum.

Þetta er glæsileg eign á góðum stað sem vert er að skoða.

Frekari upplýsingar veita:

Heiðar Friðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 693-3356 eða á netfanginu [email protected]

Nánari upplýsingar:

Efri hæðin skiptist í forstofu, bílskúr, gestasalerni, eldhús og samliggjandi stofu og borðstofu. Útgengi á svalir frá stofu. 

Neðri hæðin skiptist í hjónasvítu með sér baðherbergi og fataherbergi, þrjú barnaherbergi, baðherbergi, sjónvarpsrými og þvottarhús og sjónvarpsrými. Útgengi út á stóran timburpall af neðri hæð. 

 ATH. tölvuteiknaðar myndir eru settar fram fyrir fólk til glöggvunar. Meðfylgjandi er linkur sem sýnir hvernig húsið getur litið út þegar það er fullbúið: Smellið hér:  

Hverfið

Úlfarsárdalur er nýjasta hverfi borgarinnar. Eitt af einkennum hverfisins er mikil nánd við náttúruna og í göngufæri við hverfið eru náttúruperlur eins og Úlfarsfellið, Reynisvatn, Hafravatn og Hólmsheiðin. Hverfið státar einnig af metnaðarfullu starfi, leikskóla, grunnskóla, frístundaheimili, öflugri félagsmiðstöð, íþróttafélaginu Fram, flottri sundlaug og bókasafni svo eithvað sé nefnt. 

Skilalýsing:
Húsin skilast á eftirfarandi hátt, ekki seinna en einum mánuði eftir kaupsamning: Húsin eru fullbúin að utan, einangruð  og klædd með grátóna sléttri álklæðningu frá Áltak, plan fyrir framan er hellulagt með Rómarstein frá BM Vallá með sjóbræðslu undir sem er tengd og frágengin. Þrefalt  tunnuskýli við húsið án hurða. Öll útiljós komin og tengd. Lóðin er fullbúin, búið er að hlaða stiga að utan á milli hæða og verður glerhandrið á honum. Fyrir aftan hús er búið að gera timburpall og ganga frá sléttri lóð með lyngþökum. Við pallinn eru ídráttarrör fyrir heitan pott og frárennsli komið að palli. Timburveggur á milli húsa. Brekka frá sléttum fleti niður að hæðarpunkti er frágengin en á eftir að sá í hana.  Rafmagn er ídregið í allar dósir en án tenglaefnis. Loft eru frágengin en án ljósa. Rafmagnstaflan skilast að mestu tilbúin og er komin vinnulýsing.  Allar hita og neysluvatnslagnir frágengnar að tækjum. Á þremur baðherbergjum beggja hæða er búið að innmúra veggfestingar fyrir salerni, og tengja. Í báðum baðherbergjum neðri hæðar eru botnar fyrir innfeld blöndunartæki frágengin og tengd. Gólfhiti frágengin en án stýringa. Búið er að setja upp alla milliveggi og verða allir veggir húsins spartlaðir og grunnmálaaðir. Báðar hæðir eru flotaðaðr með Anhydrít.  Staðsteyptur stigi á milli hæða. Þak er einhalla steypt, viðsnúið með tvöföldu lagi af pappa og einangrun undir fargi. Allir gluggar og hurðir eru ál-timburgluggar frá Berki. Bílskúrshurð er með rafmagnsopnara.

Frekari upplýsingar veita:
Heiðar Friðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 693-3356 eða á netfanginu [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.