Valhöll fasteignasala Síðumúla 27 108 Reykjavík kynnir:
Þriggja herbergja íbúð á annari hæð í fjölbýlishúsinu Sæbóli 33 í Grundarfirði. Eignin er merkt 01 0202 og er alls 65,3 fm. Eigninni fylgja lokaðar svalir 7,8 fm. Einnig fylgir 50% eignarhlutur geymslu í kjallara á móti íbúð sem er merkt 01 0201 rými 0009, stærð 8,1 fm. Eignin lítur vel út og á gólfum á stofu og herbergjum er parket. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og þar inni er handklæðaofn.
Samkvæmt eiganda var húsið að miklu leyti endurnýjað árið 2017 og gluggar, lagnir, innréttingar og gólfefni frá þeim tíma. Úr íbúðinni er gott útsýni og Kirkjufellið blasir við úr herbergjunum báðum. Lóð er frágengin og eru bílastæði steypt. Íbúðin er laus við kaupsamning. Verð kr 21 millj
Sýningu eignar annast Pétur Jóhannsson aðstoðarmaður fasteignasala í Ólafsvík. S: 893-4718
[email protected] En faglegar upplýsingar upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarson löggiltur Fasteignasali á Valhöll fasteignasölu.
VALHÖLL FASTEIGNASALA SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR. VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SAMKVÆMT GREININGU CREDITINFO 2015-2022, EN AÐEINS 2% FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak