Stígprýði 4, 210 Garðabær
169.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á pöllum
6 herb.
273 m2
169.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2020
Brunabótamat
133.110.000
Fasteignamat
125.900.000

Valhöll kynnnir: Glæsilegt, vel staðsett 273,6 fermetra parhús með innbyggðum bílskúr við Stígprýði 4 í Garðabæ. Arki­tekta- og inn­an­húss­hönn­un­arstudíóið Bét­on Studio sá um inanhússhönnn en húsið er teiknað og hannað af Ragn­ari Ólafs­syni arkitekt. Mikil lofthæð í alrými. Tvö baðherbergi þar af er annað inn af hjónasvítu.
Einstök staðsetning í botnlangagötu í þessu rólegu og heillandi hverfi í Garðabæ.

Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931 eða [email protected].



Aðalhæð hússins er 207,8 fm að stærð. Millipallur er 10 fm. Í kjallara er 26,8 fm rými inn af bílskúr sem er 29,0 fermetrar að stærð. Alls er því húsið skráð 273,6 fm. 

Eignin skiptist í anddyri, samliggjandi stofur og eldhús í stóru opnu alrými sem er með millipall yfir hluta rýmis, svefnherbergisgang, þrjú stór svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottaherbergi, geymsla og bílskúr.

Húsið er fullbúið að frátöldum garðinum sem er ófrágengin að frátöldum stoðveggjum við lóðarmörk. Þá er bílskúrsrýmið og geymsla í kjallara ófrágengið að hluta. Húsið er staðsteypt og einangrað utan, klætt með vandaðri klæðningu.
Lóðin er 508,9 fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum á lóðinni.

Nánari lýsing:

Aðalhæðin er á tveimur pöllum auk millipalls. Á gólfum alrýmis er hvítlakkaður gegnheill Askur frá Mood Interiors. Svört fúga er milli parkets og veggja. Á efri palli er slípuð Terrasso steypa. Gólfhiti er á allri aðalhæð hússins.

Gengið er inn rúmgott og opið anddyri með flísum á gólfi. Þaðan er gengið inn í glæsilegt alrýmið sem samanstendur af stofum borðstofu og rúmgóðu eldhúsi. Þak yfir alrými er einhalla og er því aukinn lofthæð yfir stórum hluta þess og stórir gluggar frá gólfi og nánast upp að lofti sem gerir rýmið einstaklega bjart og fallegt. Við enda alrýmist er 10 fm millipallur þar sem nú er opin vinnuaðstaða. Úr stofu er útgengt út í garð. Eldhúsið er glæslilegt frá danska framleiðandanum JKE design. Stórt spanhelluborð og fallegur tvöfaldur ísskápur frá Siemens með vatnleiðslu sem fylgir með eigninni. Loft alrýmis er klætt viðarklæddum hljóðplötum og brjóta viðarbitar það upp sem gefur skemmtilegt útlit. Fallegar ljósbrautir í alrými úr Rafport fylgja með eigninni. Í húsinu er Free@home kerfi. Svefnherbergin eru þrjú og eru öll rúmgóð. Hjónaherbergið er sérlega rúmgott með fataskápum og sérbaðherbergi. Baðherbergin eru tvö, bæði afar smekklega innréttuð, flísalögð með loftgluggum og innbyggðum Grohe tækjum. Þvottahús er rúmgott og flísalagt.

Í kjallara er bílskúr ásamt afar rúmgóðu rými inn af sem gæti nýst sem vinnurými hobbyrými eða geymsla. Ekki er innangengt milli aðalhæðar og kjallararýmis. 


Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931 eða [email protected].
 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Google tag: ;