Hafnarbraut 26, 780 Höfn í Hornafirði
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á þremur hæðum
6 herb.
182 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1924
Brunabótamat
62.820.000
Fasteignamat
42.700.000

Tilboð óskast í "Grímstaðir" eða Hafnarbraut 26 á Höfn í Hornafirði.

Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, sími:588-4477 og Snorri Snorrason lgf, sími:895-2115, kynna:   158,2 m² einbýlishús  sem skiptist í 2 hæðir og kjallara  ásamt  24,7 m² (tmbur) bílskúr, samtals  182,9 m²
Húsið  steinsteypt,  byggt 1924,  klætt að utan með álklæðningu og þakjárn var endurnýjað 2021. Grímsstaðir stendur á 940 fm lóð  miðsvæði á Höfn og er þar stór trjágarður. Lóðin getur gefið ýmsa möguleika vegna stærðar hennar og staðsetningar.


Nánari lýsing.
Gengið er inn í anddyri  á miðhæð og er þar hol,  stofa, eldhús og borðstofa. Skráð flatarmál  miðhæðar er 61,1 m2
Úr holi er stigi upp á rishæð og eru þar 4 svefnherbergi og  baðherbergi.Skápar eru undir súð opið er á milli tveggja herbergja , skráð flatarmál er 51,5 m2. 
Úr eldhúsi er stigi niður í kjallara  og eru þar baðherbergi,  2 geymslur og þvottahús. Skráð flatarmál kjallara er  45,6 m2 Gólfolata í kjallara og á hæð eru steyptar en timburgólf er í rishæð.
Bílskúr er byggður 1962 úr timbri  (forskalaður), með bílskúrshurð og gönguhurð. Þakjárn var endurnýjað 2021.
Húsið er byggt 1924 og fellur undir umsagnarskyldu, skv. 30.grein laga um menningarminjar, sjá nánar í fylgiskjali.
Óvíst er  um ástand á lögnum, gluggum og ytra birgði.

Húsið er selt í því ástandi sem það er í við undirritun kaupsamnings. Áhugasamir kaupendur eru hvattir til að kynna sér vel kvaðir, ástand hússins og lóðar á staðnum, áður en tilboð er gert.  Þar sem seljandi hefur aldrei haft afnot af húsinu og þekkir ekki ástand þess, getur hann ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína nema að mjög takmörkuðu leyti.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Google tag: ;