Komið er samþykkt tilboð í eignina sem nú er í fjármögnunarferli
"Tvær aukaíbúðir - Góðar leigutekjur - 5 svefnherbergja aðalíbúð"Elín Viðarsdóttir lgfs, [email protected], gsm. 695-8905 og Valhöll fasteignasala kynna í einkasölu Dynskóga 3, 109 Reykjavík.
Um er að ræða glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum á vinsælum stað í botnlangagötu í hverfi 109 Reykjavík.
SELJENDUR SKOÐA SKIPTI Á MINNI EIGN.Eignin er skráð 240,2 fm á stærð sem skiptast í 213,1 fm hús og 28,0 fm bílskúr sem hefur verið innréttaður sem studíóíbúð. Þá er einnig búið að útbúa 47,4 fm 2ja herbergja íbúð í útgröfnu rými hússins á jarðhæð og er stærð hennar ekki inn í birtum fermetrum. Heildareignin er því í raun um 287,6 fm á stærð.Húsið nýtist því í 3 íbúðareiningar:
- Einbýlishús; 5 svefnherbergi og 2 baðherbergi.
- Aukaíbúð; 2ja herbergja og baðherbergi með útgengi út í garð.
- Bílskúr: stúdeóíbúð með baðherbergi.Nánari lýsing: Myndir raðaðar - Aðalíbúð- aukaíbúð- Bílskúr
Einbýlishúsið (aðalíbúðin) á 2 hæðum:Neðri hæð: Andyri/gangur, Forstofuherbergi, baðherbergi, þvottahús, gangur að bílskúr/aukaíbúðAnddyri: Anddyrið er flísalagt og óvenju rúmgott með innbyggðum fataskápum. Af því liggja önnur rými þessa íbúðarhluta.
Forstofuherbergi: Parketlagt, mjög rúmgott og bjart með gluggum á tvo vegu.
Baðherbergi: Flísalagt með upphengdu salerni, vaskinnréttingu, handklæðaofni og "walk inn" sturtu.
Þvottahús: Flísalagt með hvítri innréttingu fyrir vélar og skolvaski. Opnanlegur gluggi.
Gangur að bílskúr/aukaíbúð: Flísalagður. Tengir aðalíbúðina við bílskúrinn annars vegar og aukaíbúðina hins vegar. Liggur af forstofu aukaíbúðarinnar
Efri hæð: Stigapallur/gangur, Stofur, Eldhús/borðstofa, 4 svefnherbergi, baðherbergi.
Stigi: Gengið er upp fallegan bogadreginn steinsteyptan parketlagðan stiga. Gluggi er á rýminu og gefur góða birtu inn í húsið auk þess sem lofthæðin er góð.
Stigapallur/gangur: Parketlagður stigapallur/gangur, af honum liggja allar aðrar vistarverur hæðarinnar. Í enda gangsins er svo einnig útgengi út í bakgarðinn.
Stofur: Tvöföld parketlögð stofa, rúmgóð og björt stofa með gólfsíðum gluggum og útgengi annars vegar á rúmgóðar svalir og hins vegar út í hellulagðan garð. Einstakt útsýni er úr stofu til suðvesturs.
Eldhús/borðstofa: Opið við stofu. Flísalagt. Mjög rúmgott eldhús með hvítri innréttingu, eyju með eldavél og innréttingum á 2 veggjum. Mjög gott skápapláss. Borðstofan er samliggjandi eldhúsinu og gluggar eftir rýminu endilöngu gefa fallega birtu inn í eldhúsið.
Hjónaherbergi: Parketlagt með skápum á heilum vegg.
Barnaherbergi I: Málað gólf.
Barnaherbergi II og III: Hafa verið sameinuð og eru nú í einu mjög góðu rými. Málað gólf.
Baðherbergi: Flísalagt á gólfi og hluta veggja. Upphengt salerni, baðkar, stórum spegli og ljósum skápum. Opnanlegur gluggi er á baði.
Aukaíbúð á jarðhæð: Forstofa/gangur, stofa/eldhús, svefnherbergi og baðherbergi.Inngangur: Gengið er beint inn um sér inngang á vinstri hlið hússins inn á sameigninlegan flísalagðan gang fyrir þessa íbúð og bílskúr. Einnig innangengt í aðalíbúðina.
Forstofa/gangur: Parketlagt með fataskáp. Opnast inní aðrar vistarverur íbúðarinnar.
Stofa/Eldhús: Í einu mjög rúmgóðu rými. Eldhúsið er með hvítri innréttingu á heilum vegg, ofn, vifta og helluborð. Útgengi er á hellulagða verönd hússins.
Svefnherbergi: Parketlagt.
Baðherbergi: með "walk in" sturtu, skápum undir og yfir vask, upphengdu salerni og flísum á gólfi og hluta veggja.
Bílskúr: Anddyri/eldhús/stofa, Baðherbergi, Svefnherbergi.Inngangur: Gengið inn um sérinngang í bílskúrinn en einnig er hægt að ganga inn um sama inngang og aukaíbúðin hefur á vinstri hlið hússins.
Anddyri/eldhús/stofa: Eitt parket/flísalagt rými með fatahengi, eldhústækjum, vaski og opnum hillum. Aðstöða er fyrir þvottavél og þurrkara.
Baðherbergi: Flísalagt á gólfi og hluta veggja, með "walk inn" sturtuklefa, vaskinnréttingu, salerni og glugga.
Svefnherbergi: Parketlagt með góðum glugga og útgengi á sameignilegan gang með aukaíbúð.
Lóðin: Er skráð 844 fm og er að mestu hellulögð að framan og til hliðar við húsið. Töluverður gróður er í baklóðinni og möguleiki til ræktunar.
Hægt er að ganga út í lóðina á amk 4 stöðum úr húsinu og því frábærir nýtingarmöguleikar á henni.
Hitalögn er í bílaplani að framanverðu og svo einnig vinstra megin við húsið. Að aftanverðu er lóðin tyrfð.
Samantekt: Hér er um að ræða einstaklega rúmgott og vel skipulagt einbýlishús með 2 útleigumöguleikum eða frábært stórfjölskylduhús með stórum garði og útsýni.
Allar nánari upplýsingar veitir Elín Viðarsdóttir lgfs, [email protected], gsm. 695-8905Framkvæmdalisti yfir það sem hefur verið gert frá 2011-2024 skv. seljendum
2011 Ný eldhúsinnrétting og flísar á gólfið.
2011 Skolplagnir myndaðar og talið í lagi.
2011 Skiptum stóra barnaherberginu í tvö minni herbergi eins og kemur fram á upprunalegri teikningu. Breyttum því aftur í stórt herbergi 2020.
(Hurðirnar voru úr Parka ef einhver vill breyta aftur í tvö minni).
2011 Létum slípa parketið og lakka.
2012 Hús múrviðgert og málað.
2014 Sér íbúð á jarðhæð algerlega gerð upp með aðgangi út í garðinn, nýtt rafmagn, pípulagnir, ofnar, nýjar innréttingar og gólfefni.
2016 Þak viðgert, skipt um járn og þakkantur endurnýjaður.
2018 Baðherbergi neðri hæðar í aðalíbúð endurnýjað.
2020 Barnaherbergi efri hæð sameinuð í eitt mjög stórt herbergi.
2020 Bílskúr breytt í fullbúna íbúð. Raflagnir og allt annað nýtt þar.
2020 Skipt um gler við útidyrahurð framan á húsinu.
2022 Skipt um flesta ofna í aðalíbúð hússins.
2022 Svalir klæddar með lerki og lituðu formbeygðu áli.
2022 Settur upp tréveggur í bakgarði hússins.
2024 Stétt við aðalinngang múruð og hús málað að framanverðu.
Að öðru leiti hefðbundið viðhald í gegn um árin.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VALHÖLL fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati.
Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.