Valhöll kynnir nýlega og glæsileg 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í Kolagötu 3 í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er rúmgóð með stórum og björtum gluggum, aukinni lofthæð og vönduðum innréttingum og tækjum. Þetta er glæsileg íbúð á skemmtilegum stað sem vert er að skoða.
Um er að ræða íbúð 407. Íbúðin er skráð 11,8 fm að stærð og þar af er geymslan 6.6 fm. Möguleiki er að leigja aðgengi að bílastæði í bílakjallara Hafnartorgs sem er beint fyrir neðan húsið.Smelltu hér til að skoða myndband af eigninni.Eignin skiptist í: forstofu, baðherbergi, eldhús, samliggjandi stofu og borðstofu, eitt svefnherbergi, sjónvarpsstofu (sem mögulegt er að breyta í svefnherbergi), þvottaherbergi og sérgeymslu í kjallara.
Nánari lýsing:Forstofa: forstofan er með fataskápum með lýsingu að innan og parketi á gólfi.
Baðherbergi: baðherbergið er afar glæsilegt með skápum fyrir neðan vask og speglaskápum fyrir ofan, Meganite borðplata með innbyggðum vaski úr sama efni, upphengdu salerni, "walk in" sturtu með innbyggðum blöndunartækjum frá Vola og flísum á gólfi og veggjum með marmaramunstri.
Svefnherbergi: svefnherbergið er rúmgott með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Eldhús: eldhúsið er með glæsilegri innréttingu frá Noblessa með eyju. Borðplata er úr Meganite Carrara efni og með eldhúsvask sem felldur er í borðplötuna úr sama efni. Öll eldhústæki eru af vönduðustu gerð frá Siemens. Lýsing er undir efri skápum og ljúflokun á skúffum og skápum. Innbyggður kæliskápur, uppþvottavél og vínkælir fylgir. Auk þess innfelld kaffivél og innbyggður gufugleypir í eldhúseyju.
Stofa / borðstofa: stofan og borðstofan eru samliggjandi í opnu alrými með eldhúsinu með stórum gluggum í tvær áttir, parketi á gólfi og með útgengi á svalir.
Sjónvarpsstofa (eða svefnherbergi): sjónvarpsstofan er innaf stofunni með parketi á gólfi. Hún er með glugga og því auðvelt að breyta henni í svefnherbergi.
Þvottaherbergi: þvottaherbergið er með góðri innréttingu frá Noblessa og stæði fyrir þvottavél og þurrkara, skolvaski og flísum á gólfi.
Geymsla: 6,6 fm sérgeymsla í sameign.
Hjóla - vagnageymsla: sameiginleg hjóla - og vagnageymsla í sameign.
Einstakt hús í hjarta borgarinnar.Hafnartorg skartar 70 hágæða íbúðum. Allar innréttingar og tæki eru sérvaldar af innanhúsarkitekt til að mynda eina stílhreina heild og eru öll tæki og tæknibúnaður fyrsta flokks. Allt ytra efnisval bygginganna er í hæsta gæðaflokki sem og allur lóðarfrágangur. Útihurðir eru raflæstar og tengdar heildstæðu aðgangsstýrikerfi. Dyrasími með myndavél frá Bticino og þráðlausu e-net ljósastýrikerfi frá GIRA. Allar íbúðir eru með loftræstikerfi þar sem upphituðu fersklofti er dælt inn í íbúðir og í votrýmum er vélrænt útsog. Undir húsunum er stærsti bílakjallari landsins með um 1160 bílastæðum sem nær allt til Hörpunnar. Íbúðirnar eru frábærlega staðsettar í nálægð við menningu, sögu, verslun og þjónustu. Lúxus fasteignir í hjarta Reykjavíkur með iðandi mannlíf allt um kring.
Byggingaraðili.Byggingaraðili hússins er ÞG Verk. Frá árinu 1998 hefur ÞG Verk byggt fjölda heimila fyrir ánægðar fjölskyldur. Áreiðanleiki, gæði og notagildi eru einkunnarorð fyrirtækisins. Meginmarkmið ÞG Verkt er að skila góðu verki og eiga traust og áreiðanleg samskipti við viðskiptavini.
Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögfræðingu í síma 699-4407 eða [email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.