Um okkur

Fasteignasalan Valhöll hóf starfsemi í febrúar 1995. Í upphafi voru starfsmenn þrír. Eigandi Valhallar er Ingólfur Geir Gissurarson löggiltur Fasteignasali og Leigumiðlari. Valhöll hefur starfað samfellt í 26 ár og selt á þeim yfir 10 þúsund fasteignir.

Fyrstu þrjú árin hafði Valhöll aðsetur í Mörkinni 3, en er nú í eigin húsnæði að Síðumúla 27. Er það húsnæði vel innréttað og hentar vel starfseminni. Valhöll fasteignasala selur allar tegundir húsnæðis. Notað og nýtt íbúðarhúsnæði ásamt atvinnuhúsnæði, lóðum, sumarhúsum og fl. Valhöll starfrækir einnig leigumiðlun á öllum tegundum fasteigna þar sem notaðar eru skilvirkar og markvissar aðferðir við val á leigutökum. Á VALHÖLL ERU EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR SEM KOMA AÐ SÖLU OG LEIGUFERLINU, EINS OG NÝ LÖG FRÁ 2015 KVEÐA Á UM.

Valhöll starfrækir útibú á Snæfellsnesi (Ólafsvík) að Skálholti 13 og veitir Ingólfur Gissurarson, Löggiltur fasteignasali því forstöðu. Honum til aðstoðar er Pétur Steinar Jóhannsson gsm: 893-4718 sem búið hefur á Ólafsvík síðan 1967. Pétur hefur mjög góða þekkingu og reynslu af fasteignum á Snæfellsnesi. Hann veitti tryggingarfélaginu VÍS forstöðu í áratugi og er því öllum hnútum kunnugur á þeim slóðum.

Valhöll starfrækir einnig útibú á Höfn í Hornafirði að Krosseyjarvegi 17 og veitir Snorri Snorrason, Löggiltur fasteignasali því forstöðu (gsm: 895-2115). En Snorri hefur starfað sem lg.fs. þar á staðnum og um allt suður og Austurland frá árinu 2000 og þekkir svæðið því mjög vel og hefur selt og selur allar tegundir fasteigna, fyrirtækja og skipa.

Meginmarkmið fasteignasölunnar er að veita faglega og persónulega þjónustu með heildarlausn í huga. Valhöll er ein af stærri fasteignasölum landsins og hefur afar hæft og reynslumikið starfsfólk sem hafa það að leiðarljósi að gera fasteignaviðskipti viðskiptavina örugg og ánægjuleg. Meðal viðskiptavina Valhallar má nefna einstaklinga, Banka, Íbúðalánasjóður, Byggingarverktakar, Lögfræðistofur, hið Opinbera og Sveitafélög. Valhöll er í hópi Frammúrskarandi fyrirtækja 2015-2020, samkvæmt greiningu Creditinfo, en aðeins 2,0% fyrirtækja á Íslandi stóðust þau gæðaskilyrði sem sett voru fyrir því og aðeins 6 fasteignasölur.

Helstu upplýsingar um Valhöll fasteignasölu:

Valhöll Fasteignasala ehf.

Síðumúla 27. 108-Reykjavík

kt. 590509-0940

Vsk nr. 101876

www.valholl.is

www.facebook.com/valhollfast.is

Ábyrgðaraðili: Ingólfur Geir Gissurarson löggiltur Fasteignasali.

Starfsábyrgðartrygging: VÍS

Starfsmenn

Ingólfur Geir Gissurarson
Framkvæmdastjóri. Löggiltur Fasteignasali+leigumðl
SJÁ NÁNAR
Heiðar Friðjónsson
Löggiltur Fasteignasali. Sölustjóri. Iðnaðartæknifræðingur B.Sc.
SJÁ NÁNAR
Hildur Harðardóttir
Lögfræðingur og löggiltur Fasteignasali
SJÁ NÁNAR
Snorri Snorrason
Löggildur Fasteignasali
SJÁ NÁNAR
Anna F. Gunnarsdóttir
Löggiltur Fasteignasali og Innanhússtílisti.
SJÁ NÁNAR
Elín Viðarsdóttir
Löggiltur Fasteignasali
SJÁ NÁNAR
Pétur Steinar Jóhannsson
Aðstoðarmaður Fasteignasala Snæfellsnesi.
SJÁ NÁNAR
Sturla Pétursson
Löggiltur fasteignasali..
SJÁ NÁNAR
Hólmfríður Björgvinsdóttir
Ritari
SJÁ NÁNAR
Jónas H. Jónasson
Löggiltur Fasteignasali og Eignaskiptayfirlýsandi.
SJÁ NÁNAR