Hildur útskrifaðist með BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008 og meistaragráðu í lögfræði árið 2018. Hildur lauk prófi til löggildingar faststeigna- og skipasala árið 2019 og hefur starfað við sölu fasteigna frá árinu 2017 og hóf störf hjá Valhöll 2020. Hildur er fædd í Hafnarfirði en ólst upp á Raufarhöfn og búsett í Reykjavík frá árinu 2008. Hildur á fimm börn og fimm barnabörn.